“Mögnuð bók, opin og einlæg.”
FRÁ HOLLYWOOD TIL HEILUNAR, 3 okt 2024!
Loks er komið að útgáfu bókarinnar Frá Hollywood til heilunar, eftir Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur og Jóhönnu Jónas, 3 október 2024!
Þessi einstaka bók, sem er í senn saga af vegferð Jóhönnu í lífinu ásamt því að vera vönduð sjálfshjálparbók, hefur verið nokkur ár í vinnslu og við fögnum þessum áfanga innilega!
Von og ósk okkar er að hún verði öllum þeim til hjálpar sem eru að vinna í sjálfum sér og leita að betri líðan í lífinu. Þessi bók er dýrmæt viðbót við það efni sem er þegar til boða á þessari vefsíðu, hugleiðslusafn Jóhönnu og námskeiðið Töfrakraftur þakklætis og fleiri tól til betra lífs. Hún mun án efa hvetja til dýpri iðkunar á þeim tólum og tækjum sem þar má finna til bættra lífsgæða.
Bókina verður hægt að kaupa í öllum helstu bókarverslunum og á netinu hjá Sögur útgáfu.
Útgáfutilboð og frí heimsending
Umsagnir
“Einstök bók, full af hlýju, visku og lífsreynslu.”
“Berskjölduð ævisaga og líka einstaklega vönduð sjálfshjálparbók.”
„Yndisleg bók og mannbætandi.“
„Einstaklega grípandi og lærdómsrík bók. Sjarmerandi hve höfundur er opinská og einlæg. Mæli eindregið með að hlusta á hana. Margan lærdóm má draga af innihaldi hennar.“
„Frábær bók. Athyglisverð lífssaga og miklar og góðar upplýsingar til sjálfshjálpar. Mjög einlæg frásögn. Vel skrifuð.“
Skyldu lesning! Eitt orð Geggjuð 💝
Stórkostleg bók og þvílík upplifun að hlusta á svo fallega sál tala. Ég þakka fyrir mig. Ég þakka fyrir dáleiðandi lestur Jóhönnu Jónas.
Þessi saga hreyfði mikið við mér. Ég er þakklát fyrir að hafa fundið þessa bók og mæli eindregið með henni ef þú ert að leita að betri líðan. Alveg mögnuð 🙏❤️
„Dásamleg lesning og gefur svo sannarlega ljós í hjarta og trú á betra líf ❤️. „
„Bókin (og ljúfur lestur höfundar) virkaði sem djúp heilun og ferðalag fyrir mig. Tengdi við svo margt 🙏💚. Kærleikur og þakkir til þín Jóhanna 🧡✨