Hvað er “orkusvið”?

Það er gefið og samþykkt að mannslíkaminn er í grunninn samsettur af atómum og mólekúlum, sem eru grunn orku einingar. Þannig segja má að mannslíkaminn sé í grunninn samsettur af frumefnum orku.

Samkvæmt fræðum Dr. Barböru Brennan þá hefur hver einstaklingur ákveðið orkusvið sem samkvæmt hennar greiningu skiptist niður í 7 aðgreind svið.

Þar er talað um orkusvið líkamans, 2 tilfinninga orkusvið, annað sem snýr að manni sjálfum og hitt sem snýr að öðrum og umhverfi mannsins, huglægt orkusvið, orkusvið innri/æðri vilja og 2 enn æðri orkusvið.

Innan orkusviðsins eru 7 orkustöðvar sem tengjast hver einu orkusviði og hafa hver sinn tilgang innan orkukerfisins.

Það sem Brennan heilari hefur lært er að greina hvar orka er stöðnuð eða í hindruðu flæði innan orkusviðsins og hefur tækni til að vinna innan hvers orkusviðs fyrir sig. 

Hann vinnur með ásetningi að því að hreinsa, hlaða og koma jafnvægi á orkusvið hvers einstaklings sem síðan leiðir að jafnaði til betri heilsu og vellíðunar, líkamlega, tilfinningalega, huglægt og andlega.

Í bókinni Hendur Ljóssins eftir Barböru Ann Brennan er farið mjög ítarlega í greiningu orkusviðsins og tilgang hverrar orkustöðvar fyrir sig.