Töfrakraftur þakklætis
- Lýsing
- Umsagnir
Viltu læra að lifa hjartamiðuðu lífi og auka við þekkingu sem leiðir til bættra lífsgæða?
Við erum stolt að kynna netnámskeiðið Töfrakraftur þakklætis og fleiri tól til betra lífs, sem hefur verið haldið við frábærar undirtektir frá árinu 2019. Markmið þess er að dýpka sjálfsþekkingu, auka samþættingu hjarta og hugar og efla bætt viðhorf til lífs og tilveru.
Efni námskeiðsins er byggt á menntun og reynslu Jóhönnu Jónasar sem Brennan orkuþerapista og samtalsmeðferðaraðila sem og rannsóknum og vísindum. Námskeiðið skiptist í átta fyrirlestra sem eru samtals rúmlega ellefu klukkustundir og meðfram hverjum þeirra er farið í gegnum ígrundun, hugleiðingar, ítarefni og hugleiðslur á þeim hraða sem hentar hverju og einu best.
Með kaup á námskeiðinu færðu afnot af öllu efninu í 12 mánuði ásamt hugleiðslusafni Jóhönnu með 17 mismunandi hugleiðslum á íslensku (hugleiðslurnar eru 20 alls í mismunandi lengd og útgáfum).
Efni hvers hluta er:
- 1. Til hvers að iðka þakklæti, hvaða áhrif hefur það á líf og heilsu, rannsóknir og vísindi.
- 2. Iðkun þakklætis á erfiðum tímum og þegar sjúkdómar herja; og hvernig eflir hún þrautsegju í lífinu, rannsóknir og vísindi.
- 3. “Samþætting huga og hjarta”, hvað þýðir það & mikilvægi þess, rannsóknir og vísindi.
- 4. Máttur ásetnings og hvernig iðkun þakklætis spilar þar inn í.
- 5. Gildi hugleiðslu og hvernig þakklæti spilar þar inn í, rannsóknir og vísindi.
- 6. Heilunarbænin „mér þykir þetta leitt, fyrirgefðu, takk fyrir, ég elska þig.“ Hvernig er hægt að vinna með hana til að virkja mátt hjartans fyrir líf og heilsu.
- 7. „Að lifa í flæði.“ Hvað þýðir það að hlusta á sitt eigið „flæði“ & flæði lífsins til að forðast m.a. streitu og kulnun og lifa betur í takt við sjálfan sig.
- 8. Jafnvægislist lífsins. Samþætting allra þátta til betra lífs.
- Skyggnur hvers fyrirlesturs fylgja með í sérstöku skjali.
Þetta netnámskeið er byggt á námskeiðum í persónu sem hafa verið haldin í Rósinni, Bolholti 4, með frábærum undirtektum undanfarna vetur frá árinu 2019.
Fyrirlestrarnir voru teknir upp fyrir framan þátttakendur á sama námskeiði veturinn 2021-2022.
Í orðum Jóhönnu:
Í mörg, mörg ár hef ég verið heilluð af iðkun þakklætis. Það var þó ekki fyrr en árið 2018 sem ég áttaði mig á raunverulegum mætti þess þegar ég fór í gegnum 28 daga þakkætisprógram með manninum mínum. Ég var svo heilluð af þeirri reynslu að ég skrifaði um það grein sem þú getur lesið “hér”. Sú upplifun skapaði hjá mér djúpa löngun til að miðla þessu efni áfram.
Þannig að ég kafaði í 35 ára reynslu mína af sjálfsrækt og studdist við rannsóknir um efnið sem og menntun mína og störf sem Brennan orkuþerapisti, samtalsmeðferðaraðili og kennari.
Sú vinna bjó til grunninn að þessu námskeiði um iðkun þakklætis ásamt fleiri tólum til betra lífs. Ég vildi nefnilega ekki eingöngu fjalla um mátt iðkunar þakklætis heldur líka hvað það þýðir að lifa hjartamiðuðu lífi, ásamt því að miðla áfram ýmsum tólum sem hafa hjálpað mér mikið í lífsins ólgusjó. Eftir að ég sá síðan hversu ótrúlega góð áhrif þetta námskeið hafði á þáttakendur þá vildi ég gera það aðgengilegt fyrir sem flesta og því var ráðist í þetta stórvirki að koma því á netið! Ég vona innilega að þú komir með í ferðalag til að auka þekkingu þína lífinu til heilla og ég vona þetta námskeið verði þér til alls hins besta.
Ljós og kærleikur
Sköpun námskeiðis
- Jóhanna Jónas - Hönnun námskeiðs og sköpun hugleiðsla.
- Bjarni Snæbjörnsson - aðstoð við hönnun & uppsetningu netnámskeiðs, ráðgjöf, og tæknivinnsla við fyrirlestra.
- Jónas Sen - Tónlist við hugleiðslur, ráðgjöf, og hönnun & tónlist við upphafslógó fyrirlestra.
- Unnur Agnes Níelsdóttir - Klippi & tæknivinnsla við uppsetningu námskeiðs á vefsíðu & ráðgjöf.
- Björgvin Guðmundsson - Vefsíðugerð & tæknivinnsla við uppsetningu námskeiðs, ráðgjöf, og hönnun prómómynda.
Þakkarlisti
Hjartnæmar þakkir til eftirfarandi aðila.
Án þeirra hefði þetta netnámskeið ekki orðið til.
- Bjarni Snæbjörnsson - Hjartans þakkir fyrir stuðninginn að halda hugsýninni á lofti, sem og fyrir alla ráðgjöfina, hugmyndaauðgi, hvatninguna og kærleikann.
- Jónas Sen - Hjartans þakkir fyrir stórkostlega tónlist, hvatninguna og stuðninginn.
- Unnur Agnes Níelsdóttir - Hjartans þakkir fyrir frábæra klippi & tæknivinnslu, ráðgjöf, bjartsýni og yndislegt jákvætt viðmót.
- Björgvin Guðmundsson - Hjartans þakkir fyrir frábæra vefsíðugerð, stuðning, ráðgjöf, bjartsýni og yndislegt jákvætt viðmót.
- Allir námskeiðsþáttakendur - Hjartans þakkir fyrir ykkar dyggilega stuðning, dásamlegu viðbrögð, og hvatningu við vinnu mína. Þetta netnámskeið væri ekki orðið að veruleika nema fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við höfum átt saman.