Fróðleikur

Ef þú hefur áhuga á heilun, sjálfsheilun og skilningi á orkustöðvum/orkusviðinu og orkuvinnu þá mæli ég eindregið með frábærum bókum Dr. Barböru Brennan:

Dr. Barbara Brennan starfaði lengi sem vísindamaður hjá Nasa og vildi útskýra alla orkuvinnu og orkufyrirbæri á sem vísindalegastan hátt. Framlag hennar til skilnings á orkusviðinu og heilunarvinnu er alveg einstakt. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um hana og Barböru Brennan School of Healing á barbarabrennan.com og á vefsíðunni minni hér.

hands_of_light_frontcover_large_5yvTgf29e5MbxOP

Hands of Light

light emerging

Light Emerging

Core Light Healing book

Core Light Healing

Um þessar mundir þá er ég einnig sérlega hrifin af vinnu Dr. Joe Dispenza. Hann nálgast alla sjálfsheilunar, sjálfsumbreytingarvinnu og orkuvinnu fyrst og fremst út frá vísindalegum forsendum, taugavísindum, erfðafræði og smáskammtafræði. Rannsóknir sem hann hefur t.d. gert ásamt öðrum vísindamönnum með heilaskönnum á námskeiðum hans eru magnaðar og geta hans til að útskýra hvað nákvæmlega á sér stað í hugleiðslum og sjálfsheilunarvinnu er stórkostleg. Með því að lesa bækur hans og sjá t.d. þátt nr. 3 af Rewired, þáttaröðinni með honum á netveitunni Gaia, þá munt þú geta nýtt allar hugleiðslur á þessari vefsíðu á enn árangursríkari hátt þar sem þú munt skilja betur hvað hugleiðslurnar eru að gera fyrir þig líkamlega, huglægt, tilfinningalega og andlega.

Dr. Dispenza er með B.S gráðu með áherslu á taugavísindi og lærði einnig lífefnafræði. Hann er einnig með Doktorsgráðu sem Kírópraktor og útskrifaðist sem slikur með hæstu einkunn. Framhaldsnám hans hefur verið í taugafræðum, taugavísindum, heilastarfsemi og efnafræði, frumu líffræði, minnismyndun, ásamt öldrun og langlífi.

Ég mæli með frábærum bókum hans:

You are the Placebo pic

You are the Placebo

Becoming Supernatural book pic

Becoming Supernatural

Einnig er til urmull af efni með honum á netveitunni Gaia og á Youtube. Mjög merkilegar eru reynslusögur venjulegs fólks sem hefur náð sér til heilsu með hugleiðslum hans og sjálfsheilunarvinnu. Hægt er að nálgast playlista sem ég hef sett saman á Youtube hér. Og hægt er að nálgast mun fleiri á Youtube og vefsíðunni hans www.joedispenza.com.