Nánar um Brennan heilun
Heilun, handayfirlagning eða orkulækningar er fyrirbæri sem hefur verið þekkt í þjóðfélögum í þúsundir ára. Það hefur verið álitið á valdi fárra og þá þeirra sem hafa sérstaka eða jafnvel álitna “yfirnáttúrulega” hæfileika.
Dr. Barbara Brennan er ein þeirra með þessa sérstöku hæfileika. Hún sá þó í hendi sér að “heilun” eða orkulækningar væri eitthvað sem allir áhugasamir og hæfileikaríkir gætu numið og lært öðrum til góðs.
Því ákvað hún að skapa mjög krefjandi og yfirgripsmikið 4 ára nám þar sem hægt væri að læra slíkt samkvæmt hennar skipulagða kerfi. Sjá nánar um Barbara Brennan School of Healing.
Dr. Brennan er eðlisfræðingur að mennt og mjög vísindalega þenkjandi. Hennar markmið er að heilun eða orkulækningar verði eðlileg og heildræn hliðarmeðferð við hefðbundnar læknismeðferðir.

Í bæklingi sem er gefinn út á vegum Barbara Brennan School of Healing kemur þetta fram um Brennan heilunarmeðferð:
Brennan heilun er einstakt og sértækt meðferðarform til að vinna með orkukerfi mannsins, þróað af Dr. Barböru Brennan.
Vellíðan og heilbrigði er viðhaldið með góðu flæði og jafnvægi í orkukerfi hvers einstaklings. Bæði innri og ytri þættir geta haft neikvæð áhrif á orkuflæðið, valdið stöðnun og ójafnvægi sem lýsir sér sem einhvers konar óþægindi. Þetta heildræna heilunarkerfi er mjúk en öflug leið til að hreinsa, hlaða og jafna orkukerfið, sem svo getur hjálpað til við að ná aftur heilsu; líkamlegri, tilfinningalegri og andlegri.
Við bjóðum þér að kanna tengsl líkamans við tilfinningalegt, huglægt og andlegt heilbrigði.
Þetta meðferðarform er viðbót og stuðningur við hefðbundnar læknisfræðilegar og sálfræðilegar meðferðir.
MEÐFERÐ HJÁ BRENNAN HEILARA GETUR STUÐLAÐ AÐ:
- hraðari bata eftir slys, áföll eða skurðaðgerðir.
- vægari verkjum og einkennum sem fylgja ýmsum sjúkdómum.
djúpri slökun. - því að minnka streitu, draga úr áhyggjum, kvíða, depurð og að auka von.
- auðveldari tjáningu og aukinni sköpunargleði.
- sjálfstyrkingu, bættri sjálfsmynd og meiri núvitund.
aukinni vellíðan og gleði. - andlegum og persónulegum þroska.
- því að meta betur fjölbreytileika og undur lífsins.

Brennan heilari getur hjálpað þér að tengjast þínum innri náttúrulega heilunarmætti og stutt þig í að lifa lífi þínu til fulls, með tilgangi, í gleði.
Hver heilun stuðlar að hreinsun orkukerfisins sem getur hjálpað þér að öðlast dýpri sjálfskilning. Því meiri og dýpri sjálfskilningur, því betri mynd færðu af því hvað hindrar þig í lífinu. Með því að fikra sig að uppruna þessara hindrana og sleppa af þeim takinu með kærleika getur þú sagt skilið við gömul hegðunarmynstur sem þjóna ekki lengur þínu æðsta markmiði. Þetta er heilunarferlið.