Þessi hugleiðsla hjálpar þér að losa spennuástand og að róa taugakerfið. Með reglulegri iðkun hefur hún einstaklega góð áhrif á taugakerfi líkamans, stuðlar að jafnvægi á hugarástandi og þeytingi hugsana, auk þess að styðja líkama og huga við að endurnýja orkuna og efla almennan þrótt. (Í hugleiðlsusafninu er líka hægt að hlusta á þessa hugleiðslu án tónlistar).
Þakklætishugleiðsla
Þakklætishugleiðslan hjálpar þér að efla tengslin við hjartað og að samþætta huga og hjarta. Að samþætta huga og hjarta er gríðarlega mikilvægt fyrir alla almenna vellíðan. Hugleiðslan kynnir einnig hugtök og leiðir til að dvelja í og iðka þakklæti sem má síðan yfirfæra á daglegt líf. Hún styrkir almenna iðkun þakklætis, þakklætisvitund og viðhorf, sem hefur svo ótrúlega margvísleg bætandi áhrif á öll lífsgæði.
Hin víðfema dýpt
Hugleiðslan Hin víðfeðma dýpt er ætluð til að hjálpa þér að skapa frið og kyrrð hið innra og koma þér í dýpra Alpha og Theta heilabylgjuástand. Fylgdu einfaldlega leiðbeiningunum og leyfðu þér að skynja á þann hátt sem er best fyrir þig. Ég nefni stundum upplifun á orku. Ekki hafa áhyggjur þó þú finnir ekki neitt til að byrja með. Við skynjum öll á mismunandi hátt og næmið eykst með ástundun.
Leiðsögn fyrir hugleiðslur
Hér færðu leiðsögn fyrir hugleiðslurnar sem er gott að hlusta á áður en þú byrjar að kanna safnið. Í þessari leiðsögn þá vísa ég í myndbönd á Youtube frá Heartmath Institute sem eru fróðleg að skoða til að dýpka skilning á hvað það þýðir að samþætta huga og hjarta. Hér eru hlekkir á þau myndbönd: Nr. 1: The Fascinating Relationship Between the Heart and Brain, Og Nr.2: Heart Coherence – HeartMath Institute.
Og hér er grein frá Positivepsychology.com um verðug gildi þess að hugleiða ef þið hafið áhuga á að lesa.
Leiddar hugleiðslur að betra lífi
Í hugleiðlsusafni Jóhönnu er einnig að finna eftirfarandi hugleiðslur sem má prófa frítt í 7 daga ef gengið er í áskrift.