Leiddar hugleiðslur að betra lífi
- Lýsing
- Umsagnir
Hugleiðslusafn Jóhönnu Jónas er safn af 20 frumsömdum leiddum hugleiðslum eftir Jóhönnu með tónlist eftir Jónas Sen. Innifalin er líka tónlist Jónasar eingöngu án tals.
Nýlega hefur verið bætt við safnið 4 nýjum stuttum hugleiðslum sem eru frá 10 mín upp í 13 mín, ásamt nýrri hugleiðslu sem heitir "Jarðtenging og verndarhjúpur."
LESIÐ ÞESSAR LEIÐBEININGAR VEL
Hægt er að kaupa mánaðarlega áskrift að hugleiðslunum á 1.500 kr. með því að smella hér.
Við gjaldfærum 1 kr. við stofnun áskriftar til að staðfesta greiðslukort. Eftir 7 daga prufutíma er svo fullt verð gjaldfært.
Hægt er að segja upp áskrift hvenær sem er.
Ef þú ert þegar búin að kaupa áskrift eða ert með prufáskrift þá smellir þú á takkann “Sækja námskeið” eða “Halda áfram” sem á tölvu er hér ofarlega til hægri eða í síma neðst á síðunni. Þá kemstu inn í allt efni og færð frekari leiðbeiningar þar.
Smelltu hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig þú notar síðuna.
Leiðsögn fyrir hugleiðslurnar fylgir áskriftinni í sérstakri hljóðupptöku
Leiddar hugleiðslur eru:
- Djúpslökun og svefn
- Jarðtenging og verndarhjúpur
- Hin víðfeðma dýpt styttri
- Hin víðfeðma dýpt lengri
- Þakklætishugleiðsla
- Þakklætishugleiðsla - styttri
- Kærleiks og þakklætisstreymi
- Heilnæmi orkustöðva styttri
- Sköpun með ásetningi
- Stutt hugleiðsla - Núvitund-öndun-skynjun-hlustun
- Heilmæmi orkustöðva lengri
- Blíðu og kærleikshugleiðsla
- Sjálfskærleikur
- Heilunarbæn fyrir líkamlega heilsu
- Heilunarbæn fyrir innra barnið
- Heilunarbæn fyrir vandamál
- Staðhæfingar fyrir nýjan veruleika
- Stutt hugleiðsla - Orkustöðvasamhljómur
- Stutt hugleiðsla - Sjónsköpun til sigurs
- Stutt hugleiðsla - Slökun og hjartasamhljómur
Tónlist:
- Tónlist 1 án tals
- Tónlist 2 án tals
- Tónlist 3 án tals
- Tónlist 4 án tals
Hvati að sköpun þessara hugleiðslna eru námskeið og einkatímar Jóhönnu, sem og áratuga reynsla af sjálfsrækt og hugleiðsluiðkun.
Áætlað er að bæta við nýjum hugleiðslum á næstu mánuðum og árum.
Fyrirlestur:
Fyrirlesturinn Gildi hugleiðslu úr námskeiðinu Töfrakraftur þakklætis og önnur tól til betra lífs fylgir með hugleiðslusafninu. Hann fjallar um hin mörgu jákvæðu áfhrif þess að stunda hugleiðslu og styður við markvissari iðkun. Öll þekking og meðvitund eykur virkni hugleiðslanna!
Í orðum Jóhönnu:
Ég hef lengi fundið þörfina fyrir nýjar hugleiðslur á íslensku. Skjólstæðingar og þátttakendur á námskeiðum hafa oft beðið um það. Hugleiðslurnar í safninu hafa mótast á undanförnum árum í einkatímum með skjólstæðingum og námskeiðum, auk minnar eigin reynslu af hugleiðsluiðkun og sjálfsrækt sem hjálpaði mér að ná aftur heilsu og vellíðan í lífinu. Nú í sumar 2021 var komið að því að taka upp ýmiskonar hugleiðslur sem Jónas Sen, eiginmaður minn, samdi tónlist við.
Það er ástríða mín í lífinu að styðja við aðra til betra lífs eins og mér hefur áskotnast í mínu eigin lífi með sjálfsvinnu og ásetningi. Hugleiðsla og það að fara innávið til að auka við lífsgæði og að umbreyta gömlum mynstrum í ný er svo áhugaverð vinna sem er sífellt að fá sterkari vísindalegan grunn í taugavísindum og skammtafræði.
Það er djúp ósk mín að þessar hugleiðslur geti nýst þér til að læra að þekkja sjálfa eða sjálfan þig betur og að sá sífellt nýjum fræjum í átt að fyllra lífi.
Megi þær verða þér til heilla!
Sérstakar þakkir fá:
- Jónas Sen fyrir stórkostlega frumsamda tónlist við hugleiðslurnar mínar, hvatningu og óendanlegan stuðning og hjálp.
- Bjarni Snæbjörnsson fyrir sérlega dýrmætt samstarf, vinskap, stuðning og hvatningu að sköpun þessa hugleiðslusafns, vefsíðu og hlaðvarpa.
- Stefanía Sigurðardóttir fyrir dýrmætt og frábært innlegg og hvatningu að hugleiðslum, vefsíðu og hlaðvörpum.
- Einar Bergmundur fyrir hugmyndir, stuðning og vinnu við fyrstu drög að vefsíðu og framsetningu á hugleiðslum.
- Björgvin Guðmundsson fyrir frábært starf og hugmyndaauðgi við gerð þessarar vefsíðu.
- Hljóðbók ehf fyrir dýrmætt samstarf við upptökur á hugleiðslum og Sigurbjörg Dögg Finnsdóttir fyrir ómetanlega djúpa hugleiðslunærveru við upptökur.
- Allir mínir mögnuðu skjólstæðingar og námskeiðsþáttakendur sem hafa verið hvati að sköpun þessa efnis sem á þessari vefsíðu er að finna.
- TAKK, TAKK, TAKK!