Leiddar hugleiðslur að betra lífi

5 af 5
5
1 athugasemdir
Leiddar hugleiðslur að betra lífi

Hugleiðslusafn Jóhönnu Jónasar er safn af 15 frumsömdum leiddum hugleiðslum eftir Jóhönnu með tónlist eftir Jónas Sen. Innifalin er líka tónlist Jónasar eingöngu án tals.

LESIÐ ÞESSAR LEIÐBEININGAR VEL

Hægt er að kaupa mánaðarlega áskrift að hugleiðslunum á 1.500 kr. með því að smella hér.

Ef þú ert þegar búin að kaupa áskrift eða ert með prufáskrift þá smellir þú á takkann “Sækja námskeið” eða “Halda áfram” sem á tölvu er hér ofarlega til hægri eða í síma neðst á síðunni. Þá kemstu inn í allt efni og færð frekari leiðbeiningar þar.

Smelltu hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig þú notar síðuna.

Leiðsögn fyrir hugleiðslurnar fylgir áskriftinni í sérstakri hljóðupptöku

Leiddar hugleiðslur eru:

Tónlist:

Hvati að sköpun þessara hugleiðslna eru námskeið og einkatímar Jóhönnu, sem og áratuga reynsla af sjálfsrækt og hugleiðsluiðkun.
Áætlað er að bæta við nýjum hugleiðslum á næstu mánuðum og árum.

Fyrirlestur:

Fyrirlesturinn Gildi hugleiðslu úr námskeiðinu Töfrakraftur þakklætis og önnur tól til betra lífs fylgir með hugleiðslusafninu. Hann fjallar um hin mörgu jákvæðu áfhrif þess að stunda hugleiðslu og styður við markvissari iðkun. Öll þekking og meðvitund eykur virkni hugleiðslanna!

Í orðum Jóhönnu:

Ég hef lengi fundið þörfina fyrir nýjar hugleiðslur á íslensku.  Skjólstæðingar og þátttakendur á námskeiðum hafa oft beðið um það. Hugleiðslurnar í safninu hafa mótast á undanförnum árum í einkatímum með skjólstæðingum og námskeiðum, auk minnar eigin reynslu af hugleiðsluiðkun og sjálfsrækt sem hjálpaði mér að ná aftur heilsu og vellíðan í lífinu.  Nú í sumar 2021 var komið að því að taka upp ýmiskonar hugleiðslur sem Jónas Sen, eiginmaður minn, samdi tónlist við.

Það er ástríða mín í lífinu að styðja við aðra til betra lífs eins og mér hefur áskotnast í mínu eigin lífi með sjálfsvinnu og ásetningi. Hugleiðsla og það að fara innávið til að auka við lífsgæði og að umbreyta gömlum mynstrum í ný er svo áhugaverð vinna sem er sífellt að fá sterkari vísindalegan grunn í taugavísindum og skammtafræði.

Það er djúp ósk mín að þessar hugleiðslur geti nýst þér til að læra að þekkja sjálfa eða sjálfan þig betur og að sá sífellt nýjum fræjum í átt að fyllra lífi.

Megi þær verða þér til heilla! 

Jóhanna Jónasar

Sérstakar þakkir fá:

Áður en þú byrjar

1
Velkomin í hugleiðslusafnið með Jóhönnu Jónasar
06:30
2
Kynningarmyndband - leiðbeiningar um safnið
04:20
3
Kynning á Jóhönnu Jónasar
4
Leiðsögn fyrir hugleiðslur
5
Fyrirvarar

Gildi hugleiðslu 1 - Fyrirlestur

1
Fyrirlestur úr námskeiðinu Töfrakraftur þakklætis
92:00

Hin víðfeðma dýpt

1
lengri hugleiðsla (23 mín)
22:58

Hugleiðslan "Hin víðfeðma dýpt" er ætluð til að hjálpa þér að skapa frið og kyrrð hið innra og koma þér í dýpra Alpha og Theta heilabylgjuástand.  Fylgdu einfaldlega leiðbeiningunum og leyfðu þér að skynja á þann hátt sem er best fyrir þig.  Ég nefni stundum upplifun á orku.  Ekki hafa áhyggjur þó þú finnir ekki neitt til að byrja með.  Við skynjum öll á mismunandi hátt og næmið eykst með ástundun.

2
styttri hugleiðsla (16 mín)
15:54

Þakklæti

1
lengri hugleiðsla (25 mín)
2
styttri hugleiðsla (15 mín)

Blíða og kærleikur

1
hugleiðsla (25 mín)

Þakklætis- og kærleiksstreymi

1
hugleiðsla (30 mín)

Heilnæmi orkustöðva og kjarnakraftur

1
lengri hugleiðsla (29 mín)
2
styttri hugleiðsla (20 mín)
20 mín

Sjálfskærleikur

1
hugleiðsla (21 mín)
21 mín

Heilunarbæn fyrir líkamlega heilsu

1
hugleiðsla (22 mín)
22 mín

Heilunarbæn fyrir innra barnið

1
hugleiðsla (31 mín)
31 mín

Heilunarbæn fyrir vandamál

1
hugleiðsla (14 mín)
14 mín

Sköpun með ásetningi

1
hugleiðsla (26 mín)
26 mín

Staðhæfingar fyrir nýjan veruleika

1
hugleiðsla (28 mín)
28 mín

Djúpslökun og svefn

1
Djúpslökun og svefn (24 mín)
24 mín
2
Djúpslökun og svefn án tónlistar (20 mín)
20 mín

Tónlist eingöngu

1
Tónlist 1
23 mín
2
Tónlist 2
25 mín
3
Tónlist 3
22 mín
4
Tónlist 4
29 mín
5
Tónlist 5 - Svefntónlist
58 mín


5
5 af 5
1 Einkunnir

Nákvæm einkunn

Stjörnur 5
1
Stjörnur 4
0
Stjörnur 3
0
Stjörnur 2
0
Stjörnur 1
0

{{ review.user }}

{{ review.time }}
 

Sýna meira
Vinsamlegast skráðu þig inn til að skilja eftir umsögn
Innritaður: 125 nemandi
Tímalengd: 6 klst.
Hlutar: 27