Jóhanna Jónasar > Umsagnir
Umsagnir & meðmæli
Hugleiðslur
„Ég hef lengi verið leitandi í minni sjálfsvinnu að góðum hugleiðslum sem slíkum og hef komist yfir nokkrar en engin af þeim er á íslensku. þess vegna var það afar mikilvægt í minni vegferð að komast í þennan fjársjóð sem er hér að finna hjá Jóhönnu. Þessar hugleiðslur eru mjög kraftmiklar og á sama tíma svo djúpar að ég hef ekki orð til að lýsa þeim. Þær eru vel nothæfar bæði til að ná sér á betri stað eftir erilsaman dag eða til að vinna djúpa sjálfsvinnu.“
Jódís Lilja Jakobsdóttir
Kennari
„Herregud - Jóhanna, ég fór í tvær íhuganir í gær - þær eru alveg FRÁBÆRAR! Þúsund þakkir fyrir þínar gjafir 🥰😘“
Harpa Guðmundsdóttir
Ferðamálafræðingur og Alexandertæknikennari
„Ég hef verið svo lánsöm að hafa haft aðgang að hugleiðslusafni Jóhönnu í tengslum við dásamlegt þakklætisnámskeið hjá henni. Ég hef hlustað mikið á hugleiðslurnar og finnst þær einstaklega nærandi og eflandi. Í sérstöku uppáhaldi er heilunarbænin sem ég notaði mikið á erfiðu tímabili þegar ég var að ná mér upp úr veikindum.
Hugleiðslurnar eru á allan hátt faglega unnar og tónlistin fellur vel að leiðsögninni. Rödd Jóhönnu ber með sér hlýju og ró sem skapar vellíðan og andrúmsloft trausts og öryggis í þessari andlegu vinnu.“
Laufey Arnardóttir
Jógakennari
Töfrakraftur þakklætis - Námskeið
„Einstaklega gefandi og ríkt námskeið. Nær að sameina allt sem skiptir máli fyrir mann til að hafa til að gera lífið ríkara. Góð tenging við fagleg rök. Nálgast námsefnið frá mismunandi sjónarhornum sem í raun staðfestir hversu mikilvæg næring þakklætis er fyrir sálina og áhrif hennar á allt lifandi til jákvæðs vaxtar. TAKK.“
Herdís Jónasdóttir
Hjúkrunarfræðingur
„Jóhanna er einstakur kennari og miðlari. Á námskeiðinu er kafað djúpt innávið í fullkomnu trausti. Ég mæli með námskeiðinu við alla sem hafa áhuga á andlegum þroska. Það að stunda þakklæti reglulega á þann hátt sem Jóhanna kennir hefur bætandi áhrif á allt daglegt líf. Ég gæti ekki verið þakklátari <3. “
María Reyndal
Leikstjóri og höfundur
„Fyrirlestrarnir á þessu netnámskeiði eru magnaðir .“
Sigurbjörg Viðarsdóttir
„Þetta námskeið færði mér allskonar tæki og hugmyndir, og leiðir til að komast nær sjálfri mér. Jóhanna skapaði dýrmætt og nærandi rými öryggis og samkenndar þar sem forvitni fyrir lífinu og töfrunum fékk að kvikna og blómstra.“
Gréta Kristín Ómarsdóttir
Leikstjóri
„Námskeiðið hefur gefið mér innblástur í lífi og starfi. Iðkun þakklætis og góðar upplýsingar um rannsóknir á starfsemi heila og hjarta hafa styrkt mig og mína andlegu vegferð. Einnig finnst mér hópurinn hafa gefið mikið með því að deila sinni reynslu. Takk fyrir mig Jóhanna <3. Lífsbreytandi fyrir mig.“
Gréta Konráðsdóttir
„Námskeiðið hefur opnað á allt aðrar hugsanir. Mér finnst ég takast á við daglegar áskoranir á allt annan hátt en ég var vön. Daglegar athafnir eru orðnar auðveldari, ég mikla ekki lengur hlutina fyrir mér, kvíðinn hefur minnkað. Ég er óendanlega þakklátt fyrir að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Gott að vera í hóp og geta deilt upplifunum og heyrt frá öðrum.“
Helga Jónasdóttir
Fjármálastjóri
„Námskeiðið hefur farið fram úr öllum væntingum, við höfum farið í gegnum vekjandi og upplýsandi andlegt ferðalag, ásamt því að kynnast nýrri hugmyndafræði og leiðum til vaxtar og dýpri skilnings. Jóhanna er mjög sterkur leiðbeinandi og heldur vel utanum viðfangsefnið á hverjum tíma. Hún er vel undirbúin og vinnur af mikilli fagmennsku. Hjartans þakklæti fyrir mig, kærleikann og stundirnar.“
Rúna Kristinsdóttir
„Jóhanna hefur einstakt lag á að koma yfirgrips miklu efni til skila á einfaldan og áhugaverðan hátt. Námskeiðið var vel upp byggt með verkefnum á milli tíma, sem gáfu manni gott tækifæri á að æfa sig í að stunda þakklætið. Námskeiðið Töframáttur Þakklætis var alveg einstaklega gefandi í alla staði. Ég gef námskeiðinu og Jóhönnu mín bestu meðmæli og tel að allir sem eru tilbúnir að móttaka jákvæða upplifun sem kemur með ástundun þakklætis muni fá mikið út úr námskeiðinu. Það gerði ég.“
Sólrún Halldórsdóttir
Heilun og samtalsmeðferð
„Jóhanna hefur þá stórkostlegu hæfileika að veita þeim sem til hennar koma ómælda einlægni, umhyggju og hugarró. Þegar ég kom í fyrsta sinn til Jóhönnu fann ég fyrir áhuga hennar á að hjálpa mér og það yndislega viðmót og nærveru sem hún hefur. Breytingin sem ég upplifiði eftir tíma hjá henni var mögnuð og mér leið ávallt eins og hún hefði tekið nákvæmlega þann þunga sem ég þurfti að losna við. Heilunin hjá Jóhönnu hefur í sannleika sagt bjargað mér og gefið mér nýja líðan og ný tækifæri í mínu lífi. Hún hefur þá gjöf að getað unnið nákvæmlega í því sem viðkomandi þarf hjálp með og breytingin eftir tíma hjá henni gefur manni styrk til þess að upplifa nýja og betri tíma. Ég veit það fyrir víst að ég á eftir að koma reglulega til hennar á komandi árum. Takk fyrir alla hjálpina.”
Gunnar Þorsteinsson
Þjálfari hjá Dale Carnegie
„Það er engu líkt að leggjast á bekkinn hjá Jóhönnu! Ég er með vefjagigt sem kom í kjölfar aftanákeyrslu, og hef því farið víða í leit að bata. Eftir fyrsta tímann fann ég ótrúlega breytingu á mér, það var eins og að ég væri loksins komin í samband við líkama og sál,“ orðin heil „. Ég eiginlega sveif út í daginn, og hef svifið síðan. Það gerðist eitthvað svo dásamlegt innra með mér, og mér líður svo miklu betur líkamlega. Ég finn að ég er komin á stað þar sem ég vil alltaf vera og verður ómissandi í mínu lífi. Kæra Jóhanna þú ert alveg einstök!"
Inga Rut Sigurðardóttir
Kennslustjóri Kvikmyndaskóla Íslands
„Ég veit ekki hvað gerðist hjá Jóhönnu, hvernig það gerðist eða hvenær. En það gerðist."
Rúnar Helgi Vignisson
Rithöfundur
„Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að örlögin leiddu mig til fundar við Jóhönnu. Tímarnir hjá henni hafa verið alveg ómetanleg hjálp þegar ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu lífi. Jóhanna er einstaklega styðjandi og næm í að finna réttu leiðina til lausnar. Opnaði alveg huga minn inn í nýjar víddir, sem hefur síðan haft alveg einstaklega góð áhrif bæði andlega og líkamlega, aukið sjálfsöryggi, bjartsýni og vellíðan. Óska þess að aðrir fái sama tækifæri og ég til að auka gæðin í sínu lífi.“
Sigurður Erlingsson
Ráðgjafi, velgengni.is
„Jóhanna hjálpaði mér að finna aftur eigin styrk og jafnvægi eftir erfitt tímabil. Jafnt og þétt í meðferðinni hefur mér liðið betur líkamlega, tilfinningalega og andlega. M.a. hafa mígreni einkenni minnkað, verkjaköst eftir slys orðið minni og viðráðanlegri, svefn betri og tilfinningalegt jafnvægi sterkara. Jóhanna er uppbyggileg og jákvæð í nálgun sinni eins og leitast er við í nútíma meðferðarfræði en hún býr einnig yfir miklum kærleika og hlýju sem gott er að vera í nánd við."
Júlía Sæmundsdóttir
Félagsfræðingur
„Ég leitaði til Jóhönnu eftir að hafa greinst með brjósklos í hálsi. Ég var með mikla verki og átti erfitt með svefn en í meðferðinni hjá Jóhönnu náði ég að slaka algjörlega á og ég fann strax mikinn mun á mér eftir fyrsta skiptið. Í mínum huga er enginn vafi á að meðferðinn hjálpaði mikið við að ná fullum bata.“
Rósa Ólafsdóttir
Sérfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólans
„Upplifun mín var mjög góð, ég hafði frekar óljósa mynd af því sem ég var að fara útí og bjóst í raun ekki við að þessi meðferð hefði svona víðfeðm áhrif á mig. Jóhanna hefur svo góða nærveru, aldrei dæmandi og það er auðvelt að tala við hana. Í upphafi hvers tíma töluðum við saman og hægt og rólega fékk hún mig til að horfast í augu við minn mesta ótta og ræða hann. Eitthvað sem ég hafði aldrei gert vegna þess að mér fannst hann kjánalegur og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Meðferðin opnaði huga minn og sálin varð einhvern vegin léttari. Hún fékk mig til að skoða tilfinningar mínar nánar og vinna með þær sem og kenndi mér leiðir til að gefa af mér en ekki gefa alla mína orku frá mér í leiðinni."
Ólafía Jónsdóttir
Ljósmóðir
„Þegar ég þarf að ná andlegu jafnvægi og láta mér líða vel get ég ekki hugsað mér neitt betra en að fara í heilun til Jóhönnu Jónasar. Hjá henni fer saman ótrúlegur kraftur, styrkur og næmni á fínni víddir.“
María Reyndal
Leikkona og leikstjóri
„Heilunarvinna hjá Jóhönnu er mjög gefandi sjálfsvinna og lærdómsríkt ferli. Hlýtt viðmót hennar og fagleg vinnubrögð leiða mann í gegnum tímann á öruggan og mjög upplýsandi hátt.“
Kolbrún Vala Jónsdóttir
Sjúkraþjálfari
„Það var rigning og það var rok-
Ég stóð úti.
Ég kom inn.
Við fengum okkur vatn að drekka-
kertaljós og bros.
Hún byrjaði að raða saman litum-
úr garnahrúgunni sem ég var með.
Það var sól og það var ilmur í lofti.
Ég labbaði heim með mynd.
Takk elsku Jóhanna."
Ég stóð úti.
Ég kom inn.
Við fengum okkur vatn að drekka-
kertaljós og bros.
Hún byrjaði að raða saman litum-
úr garnahrúgunni sem ég var með.
Það var sól og það var ilmur í lofti.
Ég labbaði heim með mynd.
Takk elsku Jóhanna."
Katrín Þorvaldsdóttir
Leikbrúðu og leikbúningahönnuður