Fréttir
ÞAKKLÆTI er það sem ég reyni að grundvalla líf mitt á. Eins og Eckhart Tolle hefur sagt:
„Ef hin eina bæn sem þú segðir í þínu lífi væri „takk fyrir,“ þá myndi það nægja.“
Það að þakka fyrir færir manni vellíðan og gleði. Það færir mann umsvifalaust í „núið“, hið núverandi augnablik, þegar þakkað er fyrir það sem er fyrir hendi. Það opnar hjartað og laðar að allt það allra besta.
Ég reyni að byrja flesta daga á því að þakka fyrir það sem er. Ég þakka fyrir góðan svefn, gott rúm, mitt fallega heimili, mína frábæru sturtu þegar ég finn vatnið leika um mig, fyrir þann góða mat sem ég fæ mér í morgunnmat, hvað hann bragðast vel, fyrir þennan banana sem er fyrir undur og stórmerki kominn alla leið á borðið mitt :); þakka fyrir það góða sem í mér býr, fyrir mína hæfileika og dugnað, fyrir mína fjölskyldu og vini, vinnuna mína o.s.frv., o.s.frv…. Stundum fer ég algerlega á flug og enda með því að líða alveg óendanlega vel, hjartað fyllist af gleði og ég fer syngjandi inn í daginn!
Svo þakka ég líka fyrirfram fyrir allt hið góða sem kemur til mín þann daginn og yfir daginn sjálfan þakka ég oft fyrir í huganum fyrir það sem er gott í kring um mig.
Ég finn að ef dagurinn er erfiður þá verður hann auðveldari ef ég einblíni á að þakka fyrir það sem er gott þá stundina. Það einfaldlega léttist lundin örlítið og allt lítur aðeins betur út. Og þegar dagurinn er góður og ég einblíni á að þakka fyrir þá verður hann stórkostlegur!
– Til að opna hjartað og láta þér líða vel, þakkaðu fyrir.
– Til að laða meiri nægtir inn í þitt líf, þakkaðu fyrir það sem þú hefur.
– Til að lifa meira í núinu, þakkaðu fyrir það sem er þar í augnablikinu.
– Til að fyllast af gleði yfir undrum heimsins sem eru beint fyrir framan þig, þakkaðu fyrir.
– Til að auka þinn eigin kraft, styrk, orku,heilbrigði og sjálfsheilunarmátt, þakkaðu fyrir.
– OG ekki gleyma að þakka fyrir sjálfan þig og allt það magnaða sem þú ert!
Hér fyrir neðan eru tvö vídeó með Opruh Winfrey þar sem talað er um mátt þakklætisins. Njótið vel!
http://www.youtube.com/watch?v=JzFiKRpsz8c
[plulz_social_like width=”350″ send=”false” font=”arial” action=”like” layout=”standard” faces=”false” ]