Námskeið og netnámskeið
- 26. október, 2021
- Höfundur: Jóhanna Jónasar
- Flokkur: Upplýsingar

Netnámskeið: Töfrakraftur þakklætis (og önnur verkfæri til betra lífs). Verð: 25.000kr. Skoða og nálgast hér.
Þetta netnámskeið felst í 8 fyrirlestrum sem eru teknir upp á raunnámskeiði með þáttakendum. Auk fyrirlestra er ýmiskonar fylgiefni og verkefni sem þáttakendur geta gert eftir eigin hentugleika og á eigin hraða. Hver og einn fylgir sinni eigin leið og innsæi í vinnunni.
Ásetningur og ávinningur námskeiðs: Ásetningurinn er að efla almennt viðhorf til þakklætis og lifa hjartamiðuðu lífi. Mýmargar rannsóknir sýna fram á hversu mikið það bætir almennt heilbrigði, vellíðan, samskipti við aðra og seiglu í lífinu. Ávinningurinn er almenn betri líðan og fullnægja í lífinu, betri heilsa og ánægja með sjálfan sig, og einnig aukinn kraftur og flæði í hafsjó lífsins.
EFNI OG INNIHALD FYRIRLESTRA/KENNSLUEININGA:
1. Í hverju felst iðkun þakklætis, hvernig og til hvers, rannsóknir og vísindi.
2. Iðkun þakklætis á erfiðum tímum og þegar sjúkdómar herja, hvernig eflir hún þrautsegju í lífinu, rannsóknir og vísindi
3. Samþætting huga og hjarta, mikilvægi þess, rannsóknir og vísindi.
4. Gildi hugleiðslu og hvernig þakklæti spilar þar inn í, rannsóknir og vísindi.
5. Máttur ásetnings og hvernig þakklæti spilar þar inn í.
6. Unnið með heilunarbæn til að virkja mátt hjartans.
7. „Að lifa í flæði,“ hvað þýðir það að hlusta á sitt eigið „flæði“ og hvernig er farið að því til að forðast streitu og kulnun.
8. Samþætting allra þátta til betra lífs.
Þessi námskeið í rauntíma hafa verið sérlega vinsæl og vel heppnuð, með góðum árangri fyrir þáttakendur sem hafa ekki viljað hætta eftir fyrsta námskeiðið (sjá umsagnir hér). Því kviknaði löngun til gera þetta námskeið aðgengilegt fyrir þá sem eiga t.d. heima úti á landi, og/eða eiga erfitt með að komast að heiman af ýmsum ástæðum. Nú er því möguleiki að taka þátt í þessu frábæra og verðuga námskeiði á netinu á þínum eigin hraða!
Fyrstu tveir fyrirlestarnir eru nú aðgengilegir og restin kemur inn á næstu mánuðum þannig að þú ert að taka þátt í því raunnámskeiði sem nú stendur yfir í vetur í Rósinni.