Fréttir
Til að tengjast vefsíðu Barböru Brennan School of Healing smellið þá á myndina að ofan.
Barbara Brennan School of Healing var stofnaður 1982 og hefur nú starfað í ein 33 ár. Brennan heilun er vandlega úthugsað og margreynt orkuheilunarkerfi. Það er ennþá í þróun þar sem þekking og reynsla er sífellt að aukast. Stöðugt er verið að gera rannsóknir og skoða hina ýmsu þætti orkukerfi mannsins og tengsl þess við umhverið.
Dr. Barbara Ann Brennan er stofnandi skólans. Hún er eðlisfræðingur og fyrsta konan til að vinna fyrir Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA. Dr. Brennan er ákaflega vísindalega þenkjandi og nálgast alla orku og heilunarvinnu á mjög praktískan hátt. Hún er einnig doktor í Heimspeki og trúarbragðafræði. Auk þess útskrifaðist hún frá The Institute of Core Energetics og er líka Senior Pathwork® Helper.
Barbara hefur skrifað tvær metsölubækur Hands of Light og Light Emerging sem eru viðurkennd grunnrit í heimi óhefðbundinna aðferða til að hjálpa fólki til betri heilsu. Báðar bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hands of light hefur verið þýdd á íslensku og heitir Hendur ljóssins.
Frá stofnun skólans árið 1982 hafa útskrifast yfir 2000 heilarar frá yfir 50 löndum. Í dag er skólinn staðsettur á tveimur stöðum í heiminum. Í Florida eru höfuðstöðvar skólans en hann er einnig starfræktur í Austurríki og hefur verið starfræktur í Japan.
Það tekur 4 ár að læra Brennan Heilun og er aðeins hægt að læra hana í þessum skólum Barböru. Á þessum tíma gera nemendur um 200 heilanir undir handleiðslu í vandlega uppbyggðu námi og er skólinn mjög krefjandi.
Skólinn hefur starfað lengst í Florida, en þar er hægt að útskrifast með Bachelor of Science háskólagráðu auk hefðbundinnar diploma gráðu. Auk þess er hægt að taka 2 ár í viðbót til að læra Brennan samtalsmeðferð og 3 árið til þess að öðlast kennararéttindi við Skólann.
Í þessum skóla er sýnt fram á hversu auðvelt og eðlilegt það er að hafa áhrif á orkusvið annarra. Við gerum það öll á hverjum degi í okkar daglegu samskiptum. Fagkunnátta felst að miklu leiti í því að hafa góða stjórn á eigin orkukerfi sem og að hafa góða stjórn á heilunartækni til þess að vinna með kúnnum.
Heilari þarf að þekkja og skilja grundavallaratriði og lögmál orkusviðsins, líffæra og lífeðlisfræði, hvernig maður getur stjórnað og haft áhrif á eigið orkusvið og haft samskipti við aðra á heilandi hátt.
Brennan heilun er samofið kerfi heilunartækni, eigin heilunar og persónulegs þroska. Í dag eru 5 Íslendingar útskrifaðir sem Brennan heilarar.
Hér fyrir neðan er hlekkur á heimasíðu skólans og myndbönd um skólann og Brennan heilun: