Hugleiðslusafn Jóhönnu Jónasar er safn af 14 frumsömdum hugleiðslum eftir Jóhönnu með tónlist eftir Jónas Sen. Innifalin er líka tónlist Jónasar eingöngu án tals.
Hægt er að kaupa mánaðarlega áskrift af hugleiðslunum á 1.700kr með því að smella hér eða greiða 15.000kr fyrir heilsárs áskrift.
Leiðsögn fyrir hugleiðslurnar fylgir áskriftinni í sérstakri hljóðupptöku.
Hugleiðslur eru:
Svefnhugleiðsla
Hin víðfeðma dýpt lengri
Hin víðfeðma dýpt styttri
Þakklætishugleiðsla
Kærleiks og þakklætisstreymi
Heilmæmi orkustöðva lengri
Heilnæmi orkustöðva styttri
Blíðu og kærleikshugleiðsla
Sjálfskærleikur
Heilunarbæn fyrir líkamlega heilsu
Heilunarbæn fyrir innra barnið
Heilunarbæn fyrir vandamál
Staðhæfingar fyrir nýjan veruleika
Sköpun með ásetningi
Tónlist:
Tónlist 1 án tals
Tónlist 2 án tals
Tónlist 3 án tals
Tónlist 4 án tals
Hvati að sköpun þessara hugleiðslna eru námskeið og einkatímar Jóhönnu, sem og áratuga reynsla af sjálfsrækt og hugleiðsluiðkun.
Í orðum Jóhönnu:
Ég hef lengi fundið þörfina fyrir nýjar hugleiðslur á íslensku. Skjólstæðingar og þátttakendur á námskeiðum hafa oft beðið um það. Hugleiðslurnar í safninu hafa mótast á undanförnum árum í einkatímum með skjólstæðingum og námskeiðum, auk minnar eigin reynslu af hugleiðsluiðkun og sjálfsrækt sem hjálpaði mér að ná aftur heilsu og vellíðan í lífinu. Nú í sumar 2021 var komið að því að taka upp ýmiskonar hugleiðslur sem Jónas Sen, eiginmaður minn, samdi tónlist við.
Það er mín ástríða í lífinu að styðja við aðra til betra lífs eins og mér hefur áskotnast í mínu eigin lífi með sjálfsvinnu og ásetningi. Hugleiðsla og það að fara innávið til að umbreyta gömlum mynstrum í ný er svo áhugaverð vinna sem er sífellt að fá sterkari vísindalegan grunn í taugavísindum og skammtafræði.
Það er mín djúpa ósk að þessar hugleiðslur geti nýst þér til að læra að þekkja sjálfa eða sjálfan þig betur og að sá sífellt nýjum fræjum í átt að fyllra lífi. Megi þær verða þér til heilla!