Fréttir
Eins og stendur þá get ég því miður ekki tekið við nýju fólki í Brennan heilun og samtalsmeðferð. En þú getur sent tölvupóst á
johanna@johannajonasar.is til að setja þig biðlista og póstlista.
Í byrjun hvers tíma er sest niður og rætt hvað þig langar að skoða og vinna með, síðan fer fram vinna á bekk þar sem þú leggst að fullu klædd/klæddur og lætur fara vel um þig.
Þetta heilunarkerfi er mjúk en mjög öflug leið til að hreinsa, hlaða og jafna orkukerfið, sem svo getur hjálpað til við að ná aftur heilsu; líkamlegri, tilfinningalegri og andlegri eins og fram kemur á síðunni um Brennan Heilun.
Hvað viðkomandi kemur í marga tíma er mjög persónubundið. Sumum nægir að koma í einn tíma til að hlaða og endurnæra orkukerfið ef ekki mikið bjátar á. Fyrir aðra kann þó að vera betra að koma í nokkra tíma eins og í öðrum hefðbundnum meðferðum. Út frá minni reynslu og annarra hef ég oft séð mjög góðan árangur af því. En eins og fyrr segir er það mjög einstaklingsbundið hvað er best í hverju tilfelli og er það eitthvað sem hver og einn finnur hjá sér.
Einnig er hægt að bóka tíma í fjarheilun. Það hef ég líka lært í þessu námi.
[