Ertu með spurningu?
Skilaboð send. Loka

Courses Page (for Elementor)

Góðar bækur

Eftirfarandi eru bækur sem ég hef lesið í gegn um árin og mæli eindregið með.  Gott er að skoða listann og athuga þær bækur sem þú dregst að.

Allar bækurnar eru til á amazon.com eða amazon.co.uk

Þið getið smellt á nafn bókarinnar við hliðina á hverri mynd til að tengjast upplýsingum um hana á Amazon.  (Stundum líta myndirnar af bókunum öðruvísi út á Amazon, en samt sömu bækurnar :))

hands_of_light_frontcover_large_5yvTgf29e5MbxOP

Hendur Ljóssins (Hands of Light)
eftir Barböru Brennan

Einstaklega góð og fræðandi bók um heilun, orksvið og orkustöðvar mannsins. Frábær lesning.  Líka til á íslensku og heitir Hendur Ljóssins.

light emerging

Light Emerging
eftir Barböru Ann Brennan.

Framhald af Hendur Ljóssins. Eingöngu til á ensku. Sérlega fræðandi og gefandi framhaldsbók um heilun mannsins og hin dýpri orkusvið. Stórkostleg lesning að mínu mati.

Power of Now

Mátturinn í núinu
eftir Eckhart Tolle. 

Hafði djúp áhrif á mig varðandi mátt „núvitundar.“ Mögnuð bók um undur mannlegrar vitundar og mátt hennar.

A New Earth

Ný jörð (A New Earth)
eftir Eckhart Tolle. 

Mögnuð framhaldsbók The Power of Now sem fer dýpra í tilgang mannsins hér á jörð og hvernig sé hægt að skapa betri heim með einstaklings og sameignlegum mætti mannkyns. Frábær lesning.

ask_and_it_is_given

Ask and It is Given
eftir Esther og Jerry Hicks. 

Yndisleg bók um Sköpunarlögmálið og hinn skapandi mátt sem hver einstaklingur hefur í lífinu. Mjög upplyftandi og lífgefandi lesning.

you-can-heal-your-life

You Can Heal Your Life
eftir Loise L. Hay. 

Einnig mjög lífgefandi lesning um sjálfsheilunarmátt mannsins og hvernig má lifa betra og fyllra lífi. Hennar eigin saga er mögnuð. Er til í íslenskri þýðingu og heitir: Hjálpaðu sjálfum þér.